Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindavík komið yfir – Grátlegt tap hjá Njarðvík
Aaroun Broussard skoraði 27 fyrir Grindavík í kvöld. VF-Mynd/JJK
Föstudagur 22. mars 2013 kl. 22:51

Grindavík komið yfir – Grátlegt tap hjá Njarðvík

Grindavík hefur tekið forystuna í einvígi sínu gegn Skallagrími í 8-liða úrslitum í úrslitakeppni Domino’s deildarinnar. Grindvíkingar unnu leikinn með 17 stigum, 103-86 í afar kaflaskiptum leik.

Grindvíkingar höfðu frumkvæðið nær allan leikinn og leiddu með 22 stigum fyrir lokaleikhlutann. Skallagrímur mætti hins vegar af gríðarlegum krafti inn í fjórða leikhluta og náði að minnka muninn niður í sjö stig. Lengra komust gestirnir hins vegar ekki og Grindavík vann fínan sigur í fyrsta leik þessara liða.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Aaroun Broussard var stigahæstur hjá Grindavík með 27 stig en þeir Jóhann Ólafsson og Samuel Zeglinski komu þar á eftir með 23 stig. Grindvíkingurinn í liði Skallagríms, Páll Axel Vilbergsson, átti fínan leik og skoraði 27 stig.

Grátlegt tap hjá Njarðvík

Í Stykkishólmi mættust Snæfell og Njarðvík í miklum spennuleik. Lokatölur urðu 79-78 fyrir heimamenn sem skoruðu sjö síðustu stigin í leiknum. Njarvíkingar voru ekki á eitt sáttir með dómgæsluna en Elvar Már Friðriksson taldi á sér brotið í lokasókn liðsins.

Elvar átti frábæran leik fyrir Njarðvík en hann skoraði 35 stig. Marcus Van kom þar á eftir með 17 stig en 24 fráköst. Þessi lið mætast aftur næstkomandi mánudag og þurfa Njarðvíkingar á sigri að halda til knýja fram oddaleik.


Elvar Már Friðriksson átti frábæran leik í kvöld.

Snæfell-Njarðvík 79-78 (22-16, 19-20, 16-20, 22-22)

Njarðvík: Elvar Már Friðriksson 35/7 fráköst/6 stoðsendingar, Marcus Van 17/24 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 11, Ágúst Orrason 6, Nigel Moore 5/5 fráköst, Friðrik E. Stefánsson 2, Hjörtur Hrafn Einarsson 2.

Grindavík-Skallagrímur 103-86 (23-18, 28-17, 27-21, 25-30)

Grindavík: Aaron Broussard 27/7 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 23/5 fráköst, Samuel Zeglinski 23/10 fráköst/8 stoðsendingar/5 stolnir, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 22/5 fráköst, Þorleifur Ólafsson 4/4 fráköst/5 stoðsendingar, Jón Axel Guðmundsson 3/4 fráköst, Ryan Pettinella 1.