Grindavík komið í undanúrslit Lengjubikarsins
Grindavík náði að tryggja sér efsta sæti í fjórða riðli Lengjubikarsins um helgina með 3-0 sigri á Fylki en leikurinn fór fram í Reykjaneshöllinni.
Grindavík skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik, Sam Hewson skoraði fyrra markið á 27. mínútu og Björn Berg Bryde bætti því seinna við á 40. mínútu.
Grindvíkingar leiddu því 2-0 í hálfleik og René Joensen skoraði síðan þriðja mark Grindavíkur á 79. mínútu og tryggði Grindavík þar með sigurinn.
Sigurinn um helgina þýðir það að Grindavík vann riðilinn og eru þar með komnir í undanúrslit Lengjubikarsins.
Markaskorarar leiksins:
Grindavík 3-0 Fylkir
1-0 Sam Hewson (27')
2-0 Björn Berg Bryde (40')
2-0 Jóhann Helgi Hannesson, misnotaði víti, Grindavík (44')
3-0 René Joensen (79')