Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindavík komið í sumarfrí í 1. deild kvenna
Laugardagur 24. mars 2018 kl. 20:23

Grindavík komið í sumarfrí í 1. deild kvenna

Grindavík mætti KR í þriðja leik liðanna í fjögurra liða úrslitum 1. deildar kvenna í dag í Frostaskjóli. KR vann leikinn sannfærandi og voru lokatölur leiksins 80-48, einvígið endaði með 3-0 sigri KR. Grindavík er því komið í sumarfrí í 1. deild kvenna í körfu.

Grindavík: Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir 17 stig og 7 fráköst, Ólöf Rún Óladóttir 12 stig og 5 fráköst, Anna Margrét Lucic Jónsdóttir 6 stig, Elísabet María Magnúsdóttir 5 stig og 4 fráköst, Svanhvít Ósk Snorradóttir 5 stig, Jenný Geirdal Kjartansdóttir 2 stig og 6 fráköst og  Andra Björk Gunnarsdóttir 1 stig og 4 fráköst.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024