Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindavík komið á blað í Lengjubikarnum
Grindvíkingar gátu loks fagnað sigri
Fimmtudagur 12. mars 2015 kl. 12:00

Grindavík komið á blað í Lengjubikarnum

Grindvíkingar sóttu 3 góð stig í Hafnarfjörðinn í gærkvöldi þegar Haukar tóku á móti þeim í Lengjubikarnum, lokatölur 2-3.

Staðan var 1-2 fyrir Grindavík í hálfleik en Ásgeir Ingólfsson og Óli Baldur Bjarnason skoruu sitt hvort markið á 11. og 32. mínútu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Tomislav Misura skoraði svo þriðja mark Grindavíkur á 69. mínútu áður en Haukar klóruðu í bakkann 13 mínutum fyrir leikslok en lengra komust þeir ekki og Grindvíkingar lyftu sér uppfyrir Hauka á botni riðilsins fyrir vikið.

Grindavík sækir Þór Akureyri heim í næstu umferð þann 21. mars.