Grindavík Íslandsmeistari í körfuknattleik karla
Grindvíkingar sóttu Þór Þorlákshöfn heim í úrslitum Iceland Express-deildar karla í körfuknattleik í kvöld. Grindavík sigraði 78:72 og varð þar með Íslandsmeistari en liðið vann úrslitarimmuna samtals 3:1. Nánari fréttir síðar í kvöld en ljósmyndarar og kvikmyndatökumenn Víkurfrétta fylgja nú Grindavíkurliðinu um Suðurstrandarveginn til Grindavíkur þar sem búast má við myndarlegri móttökuathöfn. Myndefni frá því hér á vf.is síðar í kvöld.
Grindavík: J'Nathan Bullock 36/8 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 12/9 fráköst, Þorleifur Ólafsson 10/4 fráköst, Giordan Watson 7/5 fráköst/6 stoðsendingar, Ryan Pettinella 6, Jóhann Árni Ólafsson 4/7 fráköst/6 stoðsendingar, Björn Steinar Brynjólfsson 3, Þorsteinn Finnbogason 0, Páll Axel Vilbergsson 0/4 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 0, Einar Ómar Eyjólfsson 0, Ármann Vilbergsson 0.
Ólafur Ólafsson smellir rembingskossi á Guðbjörgu Norðfjörð.
Bræðurnir Ólafur, Þorleifur og Jóhann.