Krambúðinn 4-7 sept
Krambúðinn 4-7 sept

Íþróttir

Grindavík Íslandsmeistari í 9. flokk stúlkna
Mynd: Karfan.is.
Mánudagur 7. maí 2018 kl. 09:43

Grindavík Íslandsmeistari í 9. flokk stúlkna

Grindavík varð Íslandsmeistari í 9. flokk stúlkna í körfu um helgina eftir sigur á liði Tindastóls/ Þórs Akureyri. Grindavík sigraði Keflavík í undanúrslitum en lokatölur úrslitaleiksins voru 59-27.

Leikurinn var jafn og spennandi framan af en í öðrum leikhluta jók Grindavík forystu sína talsver og staðan í hálfleik var 35-14 fyrir Grindavík. Í seinni hálfleik hélt Grindavík áfram að leiða og eftir þriðja leikhluta var staðan 49-18 og sigurinn nánast í höfn og Grindavík sigraði leikinn að lokum með 32 stigum.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona

Elísabeth Ýr Ægisdóttir var maður leiksins en hún skoraði 16 stig, tók 6 fráköst, gaf 2 stoðsendingar og stal 3 boltum, ásamt því varði hún þrjú skot en hún lék í tuttugu mínútur. Nánari umfjöllun um leikinn má finna á Karfan.is.

 

Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25