Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindavík-ÍA: Í fallsæti
Þriðjudagur 26. júlí 2005 kl. 13:55

Grindavík-ÍA: Í fallsæti

Grindvíkingar munu berjast fyrir tilverurétti sínum í Landsbankadeildinni í kvöld þegar liðið tekur á móti ÍA á Grindavíkurvelli kl. 19:15.

Skagamenn eru í fimmta sæti deildarinnar með 14 stig en Grindvíkingar eru í níunda sæti með níu stig, bæði lið hafa leikið 10 leiki. Þó bæði liðin eigi tvo leiki til góða á flest liðin í deildinni þá eru Grindvíkingar engu að síður í fallsæti og þurfa því nauðsynlega á sigri að halda í kvöld.

Milan Stefán Jankovic, þjálfari Grindavíkur, segir leikinn í kvöld einn þann mikilvægasta hjá Grindvíkingum í sumar.

„Við vitum að ÍA spilar grimman bolta og pressar á andstæðingana, við munum svara í sömu mynt. Markmiðið er að stöðva spilið þeirra og láta þá ekki vera mikið með boltann. Einnig ætlum við okkur að skora snemma í leiknum, helst í fyrri hálfleik,“ sagði Milan Stefán í samtali við Víkurfréttir í dag.

Varnarmaðurinn knái Óli Stefán Flóventsson verður ekki með Grindvíkingum í kvöld þar sem hann tekur út leikbann vegna fjögurra gulra spjalda. Einnig er óvíst með Paul McShane en hann kennir til eymsla í hné en mun reyna að vera með í leiknum í kvöld.

„Okkur hefur ekki gengið vel að skora í síðustu leikjum en við höfum verið að vinna í þeim þætti leiksins á æfingum og stefnum á að klára vel færin okkar í kvöld,“ sagði Milan að lokum.

Staðan í deildinni

VF-mynd/ Jón Björn, [email protected]: Guðmundur Bjarnason í báráttunni gegn Val fyrr í sumar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024