Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindavík í úrslit
Þriðjudagur 31. mars 2009 kl. 21:14

Grindavík í úrslit


Grindvíkingar tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitum Íslandsmótsins í körfuknattleik eftir sigur gegn Snæfelli. Tíu stiga munur skildi liðin að í leikslok, 85-75. Leikurinn fór fram í Stykkishólmi. Grindavík vann rimmu liðanna 3-1 og leikur gegn feiknasterku liði KR-inga í úrslitunum sem hefjast á laugardaginn á heimvelli KR.

Leikurinn var í járnum framan af og Snæfell hafði tveggja stiga forystu í hálfleik, 43-41.
Í fjórða leikhlutanum sýndu Grindvíkingar mátt sinn og náðu undirtökunum sem þeir héldu til leiksloka.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024