Grindavík í undanúrslit
Grindavík vann glæstan sigur á baráttuglöðu liði Skallagríms í Borgarnesi í kvöld, 81-97, og komust þar með í undanúrslit Iceland Express-deildar karla. Leikurinn var hin besta skemmtun, en Grindvíkingar hófu leikinn af miklum krafti. Þeir náðu 12 stiga forystu, 6-18, og fóru mest í 20 stig áður en heimamenn tóku við sér og söxuðu smátt og smátt á forskotið. Munurinn var 1 stig, 69-70, þegar Skallagrímur sprakk á limminu.
Grindvíkingar voru sterkari á lokasprettinum og sigdu örugglega framúr og tryggðu sér sæti í undanúrslitum gegn Njarðvíkingum.
Nánar um leikinn síðar