Grindavík í toppbaráttunni þrátt fyrir tap
Grindavík tapaði fyrir Val 2:0 á Valsvelli í gær í Pepsi-deild karla. Einar Karl Ingvarsson skoraði bæði mörk Valsmanna. Fyrra markið skoraði hann á 22. mínútu og það síðara á 80 mínútu. Grindavík er í 3. - 4. sæti deildarinnar með 24 stig.