Grindavík í öðru sæti Fótbolta.net mótsins
Grindavík tapaði 1-0 gegn Stjörnunni í úrslitaleik A-deildar Fótbolta.net mótsins í knattspyrnu sem fram fór síðastliðinn laugardag.
Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindavíkur sagði í samtali við Fótbolta.net eftir mótið hann hafi verið hundfúll með tapið en þeir hafi sett sér það markmið að vinna leikinn.
Grindavík er enn að styrkja sig fyrir komandi knattspyrnusumar en alls hafa sex leikmenn farið frá félaginu og tveir komið inn. „Þetta er bara sama tuggan og í fyrra, við misstum marga þegar við fórum upp.“ Sagði Óli Stefán við fótbolti.net að leik loknum.