Grindavík í hóp toppliðanna
Grindavík vann sigur á Hamri Selfossi í Iceland Expressdeild karla í kvöld. Lokatölur leiksins voru 82-77, en í hálfleik var staðan 45-40 fyrir Grindavík, sem lék á heimavelli.
Daninn Adam Darboe átti skínandi leik fyrir heimamenn og gerði 27 stig, og Páll Axel Vilbergsson gerði 20 stig. Þorleifur Ólafsson kom þeim næstur með 16 stig og 10 fráköst. Í liði gestanna var George Byrd yfirburðamaður og gerði 27 stig og tók 21 frákast.
Með sigrinum er Grindavík komið upp að hlið Snæfells, KR og UMFN á toppnum þar sem öll liðin eru með 10 stig eftir 6 leiki.
VF-Mynd úr safni: Darboe átti góðan leik í kvöld