Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Grindavík í erfiðri stöðu eftir tap í Röstinni
Samuel Zeglinski var atkvæðamestur í liði Grindavíkur í kvöld með 25 stig. VF-Myndir/JJK
Mánudagur 22. apríl 2013 kl. 21:45

Grindavík í erfiðri stöðu eftir tap í Röstinni

- Verða að vinna í Ásgarði til að knýja fram oddaleik

Grindavík missteig sig illa í einvíginu við Stjörnuna um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik í kvöld. Gulir töpuðu þriðja leik liðanna, 89-101, í Röstinni í kvöld og eru þar með 1-2 undir í einvíginu. Stjarnan getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn á fimmtudag í Ásgarði en Grindavík verður að vinna til að knýja fram oddaleik.

Leikurinn var í járnum lengst af og staðan í hálfleik var 48-45. Mikil spenna var í þriðja leikhluta og jafnræði með liðunum. Stjörnumenn leiddu hins vegar fyrir lokaleikhlutann, 72-74. Stjörnumenn voru hins vegar miklu sterkari á lokamínútunum og unnu góðan sigur, 89-101.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Jóhann Árni Ólafsson skoraði 17 stig fyrir Grindavík í kvöld.

Grindvíkingar voru inni í leiknum þar til um tvær mínútur voru eftir að þeir misstu Stjörnumenn of langt fram úr sér. Grindvíkingar fundu sig hvorki í vörn né sókn á síðustu mínútunum og því fór sem fór.

Samuel Zeglinski lék best hjá Grindavík og skoraði 25 stig og Aaron Broussard skoraði 22 stig. Brian Mills var atkvæðamestur hjá Stjörnunni með 25 stig og Justin Shouse með 20.

Grindavík-Stjarnan 89-101 (26-24, 22-21, 24-29, 17-27)

Grindavík: Samuel Zeglinski 25/7 stoðsendingar, Aaron Broussard 22/14 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 17, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 12/13 fráköst, Daníel G. Guðmundsson 5, Þorleifur Ólafsson 5, Davíð Ingi Bustion 3.

Stjarnan: Brian Mills 25/10 fráköst, Justin Shouse 20/5 fráköst/12 stoðsendingar, Jovan Zdravevski 17/6 fráköst, Jarrid Frye 17/8 fráköst/6 stoðsendingar, Marvin Valdimarsson 14/8 fráköst, Fannar Freyr Helgason 6/8 fráköst, Dagur Kár Jónsson 2.


Aaron Broussard í leiknum í kvöld.