Grindavík í bikarúrslit og mætir Keflavík í Laugardalshöll
Grindavík tryggði sér í gær sæti í úrslitum Poweradebikarkeppni kvenna í körfuknattleik. Grindavík sigraði Njarðvík nokkuð örugglega í Röstinni í gær, 81-47. Petrúnella Skúladóttir var stigahæst í liði Grindavíkur með 16 stig en Andrea Björt Ólafsdóttir var stigahæst í liði Njarðvíkur með 15 stig.
Það verður Suðurnesjarimma í úrslitaleiknum sem fram fer í Laugardalshöll þann 21. febrúar en þar verður Keflavík mótherji Grindvíkinga. Keflavík er að mæta í 21. sinn í bikarúrslit kvenna í körfuknattleik en liðið hefur fagnaði þessum titli 13 sinnum en Grindvíkingar eru að fara í fimmta sinn í úrslitaleikinn og hafa einu sinni sigrað.
Grindavík og Keflavík hafa aðeins einu sinni mæst áður í úrslitum Powerade-bikarkeppninnar. Það var árið 1994 þar sem að Keflavík hafði betur í hörkuleik 56-53.
Grindavík: Petrúnella Skúladóttir 16, María Ben Erlingsdóttir 12/5 fráköst/3 varin skot, Jeanne Lois Figeroa Sicat 9, Lilja Ósk Sigmarsdóttir 9/15 fráköst, Katrín Ösp Rúnarsdóttir 7, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 6/4 fráköst, Berglind Anna Magnúsdóttir 6, Pálína Gunnlaugsdóttir 5/7 fráköst, Hrund Skuladóttir 5, Kristina King 4, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 2/6 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 0/5 stoðsendingar.
Njarðvík: Andrea Björt Ólafsdóttir 15/7 fráköst, Erna Hákonardóttir 11, Ása Böðvarsdóttir-Taylor 5, Karen Dögg Vilhjálmsdóttir 4/4 fráköst, Andrea Ösp Böðvarsdóttir 4, Júlia Scheving Steindórsdóttir 2, Guðbjörg Ósk Einarsdóttir 2, Svala Sigurðadóttir 2, Björk Gunnarsdótir 2.
Flestir bikarmeistaratitlar kvenna 1975-2014:
13 Keflavík (1988, 89, 90, 93, 94, 95, 96, 97, 98, 2000, 04, 2011, 2013)
10 KR (1976, 77, 82, 83, 86, 87, 99, 2001, 02, 09)
7 ÍS (1978, 80, 81, 85, 91, 2003, 06)
6 Haukar (1984, 92, 2005, 07, 10, 14)
1 Þór Akureyri (1975)
1 ÍR (1979)
1 Grindavík (2008)
1 Njarðvík (2012)