Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmtudagur 2. desember 2004 kl. 10:08

Grindavík í annað sætið

Grindavík komst í annað sæti 1. deildar kvenna með góðum sigri á Haukum í gær, 79-60.

Leikurinn var brokkgengur þar sem Grindavík, sem lék á heimavelli, byrjaði betur og var með átta stiga forskot eftir 1. leikhluta, 19-11. Þá hrukku nýliðarnir í gang og tóku stjórnina í leiknum. Þær leiddu með einu stigi þegar liðin héldu í búningsklefa í hálfleik, 32-33, eftir góðan kafla.

Enn urðu skil í leiknum eftir hálfleik þar sem heimaliðið komst aftur framúr og náðu aftur 8 stiga mun fyrir síðasta leikhluta, 55-47. Munurinn jókst svo í til loka og Grindvíkingar færðu sig upp í annað sæti deildarinnar.

Tölfræði leiksins

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024