Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindavík heldur toppsæti þrátt fyrir tap
Mynd: Grindavik.is
Föstudagur 30. ágúst 2013 kl. 09:32

Grindavík heldur toppsæti þrátt fyrir tap

Grindavík tapaði fyrir Selfossi í kvöld 3-0 í 1. deild karla. En úrslit í öðrum leikjum voru Grindavík afar hagstæð og því heldur liðið toppsætinu þegar þrjár umferðir eru eftir.

Benóný Þórhallsson lék í marki Grindavíkur í fjarveru Óskars Péturssonar sem er fingurbrotinn og stóð Benóný sannarlega fyrir sínu. Selfyssingar skoruðu snemma leiks og svo aftur í upphafi seinni hálfleiks. Jóhann Helgason átti svo hörku skalla í þverslána fyrir Grindavík en Selfoss gerði út um leikinn með þriðja marki sínu um miðjan hálfleikinn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Grindavík hefur oft leikið betur en báðir tapleikirnir gegn Selfossi í sumar gætu orðið Grindavíkurliðinu dýrkeyptir þegar uppi verður staðið.

En úrslit í öðrum leikjum voru Grindavík afar hagstæð. Fjölnir sem var í 2. sæti tapaði heima fyrir Þrótti 1-3 og Haukar sem voru í 3. sæti gerðu jafntefli við Leikni 1-1.