Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmtudagur 16. maí 2002 kl. 09:29

Grindavík heldur áfram að styrkjast

Atli Knútsson, markmaður, er nýjasti leikmaðurinn sem mun væntanlega ganga til liðs við Grindvíkinga og spila með þeim í Símadeildinni í sumar. Atli er þar með þriðji leikmaðurinn sem gengur til liðs við liðið en fyrir var ljóst að Eysteinn Hauksson myndi spila með þeim og nokkuð víst þykir að Gestur Gylfason skrifi undir samning á næstunni.Atli Knútsson hefur m.a. staðið í marki Breiðabliks og hefur hann einnig átt sæti í landsliði Íslands. Hvort hann muni taka sæti Alberts Sævarssonar í Grindavíkurliðinu er óvíst en það er þó ljóst að mikil barátta verður um markmannsstöðuna þar á bæ.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024