Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindavík heimsækir KR
Fimmtudagur 29. desember 2005 kl. 10:28

Grindavík heimsækir KR

Grindvíkingar heimsækja KR í kvöld í Iceland Express deild karla í körfuknattleik. Leikurinn fer fram í DHL – Höllinni og hefst kl. 19:15.

Með sigri geta Grindvíkingar náð Njarðvíkingum að stigum en Njarðvík tekur á móti Keflavík annað kvöld. Takist Grindvíkingum ekki að sigra KR færast vesturbæingar upp töfluna og ná jafn mörgum stigum og Grindavík.

Það verður því um hörkuleik að ræða í kvöld og Grindvíkingar hvattir til þess að fjölmenna á leikinn og styðja sitt lið til dáða.

Aðrir leikir kvöldsins eru:
Skallagrímur – Fjölnir
Haukar – Höttur
Hamar/Selfoss – ÍR
Þór Akureyri – Snæfell

Staðan í deildinni

VF-mynd/ frá viðureign Njarðvíkur og Grindavíkur fyrr á leiktíðinni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024