Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindavík heimsækir botnliðið
Föstudagur 19. janúar 2007 kl. 12:36

Grindavík heimsækir botnliðið

Tveir leikir fara fram í Iceland Express deild karla í körfuknattleik í kvöld. Báðir hefjast leikirnir kl. 19:15.

 

Grindvíkingar heimsækja botnlið Hauka á Ásvelli í Hafnarfirði en Haukar hafa aðeins fjögur stig í deildinni og eru í tólfta og neðsta sæti. Grindvíkingar eru í 6. sæti deildarinnar með 12 stig en hafa tapað fimm leikjum í röð í deildinni.

 

Í Þorlákshöfn mætast svo nýliðar Þórs og Tindastóls.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024