Grindavík hafði betur gegn Stjörnunni
Grindavík og Stjarnan mættust í gær í Subway-deild karla í körfuknattleik.
Grindavík - Stjarnan 92:88
(27:21, 14:26, 22:19, 29:22)
Grindvíkingar náðu sex forystu í fyrsta leikhluta (27:21) en Stjarnan tók völdin í öðrum hluta og náði að snúa dæminu sér í vil og fór með sex stiga forskot inn í hálfleikinn (41:47).
Þegar seinni hálfleikur fór af stað voru Grindvíkingar sex stigum undir en þeir mættu gallharðir til þriðja leikhluta og gerðu fyrstu ellefu stigin, Ivan Aurrecoechea tók fyrst sóknarfrákast og skoraði tvö stig og í kjöfarið fylgdu tveir þristar frá Ólafi Ólafssyni og einn frá Elbert Matthews (52:47). Stjörnumenn náðu sér á strik og liðin skiptust á forystu það sem eftir var. Matthews, sem var með 32 stig í leiknum og 32 framlagspunkta, jafnaði leikinn í 88:88 þegar um hálf mínúta var eftir á klukkunni, hann bætti við fjórum stigum til að tryggja Grindavík 92:88 sigur í miklum háspennuleik.
Grindvíkingar eru nú í öðru sæti deildarinnar með tólf stig eins og Þór Þorlákshöfn og Tindastóll, tveimur stigum á eftir toppliði Keflavíkur.
Frammistaða Grindvíkinga: Elbert Clark Matthews 32/7 fráköst, Ólafur Ólafsson 27/7 fráköst, Kristinn Pálsson 14/8 fráköst/6 stoðsendingar, Ivan Aurrecoechea Alcolado 12/11 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 5, Naor Sharabani 2, Alexander Veigar Þorvaldsson 0, Magnús Engill Valgeirsson 0, Hinrik Hrafn Bergsson 0, Kristófer Breki Gylfason 0, Hilmir Kristjánsson 0.