Grindavík hafði betur gegn Njarðvík í æfingaleik
Grindvíkingar lögðu Njarðvík 4-3 í æfingaleik í knattspyrnu sem fram fór um helgina. Leikurinn fór fram í Reykjaneshöll en leikið var 3x30 mínútur.
Andri Steinn Birgisson gerði tvö mörk fyrir Grindavík en Óli Stefán Flóventsson og Emil Daði Símonarson gerðu mörk Grindvíkinga. Hjá Njarðvík gerði Guðni Erlendsson tvö mörk og Bjarni Sæmundsson eitt.
Andri Steinn Birgisson gerði tvö mörk fyrir Grindavík en Óli Stefán Flóventsson og Emil Daði Símonarson gerðu mörk Grindvíkinga. Hjá Njarðvík gerði Guðni Erlendsson tvö mörk og Bjarni Sæmundsson eitt.