Grindavík hafði betur á heimavelli gegn Keflavík
Grindavík lagði Keflavík 76-72 eftir spennandi lokasprett þegar liðið mættust í gær í Iceland Express deild karla. Leikurinn fór fram í Röstinni. Ómar Sævarsson gerði út um leikinn þegar 4 sekúndur voru til leiksloka. Liðin er nú jöfn að stigum í 2. sæti deildarinnar, bæði með 28 stig en KR hefur fjögurra stiga forskot á toppnum með 32 stig eftir öruggan sigur á Blikum í gærkvöldi.
Darrell Flake fór mikinn í liði Grindvíkinga, skoraði 29 stig og hirti 9 fráköst. Ómar Sævarsson skoraði 12 stig, tók 10 fráköst og átti þrjú varin skot.
Hjá Keflavík var Gunnar Einarsson atkvæðamestur með 20 stig og 7 fráköst. Aðrir voru nokkuð frá sínu besta. Draelon Burns skoraði 14 stig en brenndi af öllum 8 þriggja stiga tilraunum sínum.
Nánari lýsingu á leiknum er hægt að lesa á hér á www.karfan.is
Myndir/www.karfan.is