Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindavík getur tryggt sig í Landsbankadeildina í kvöld
Miðvikudagur 19. september 2007 kl. 10:54

Grindavík getur tryggt sig í Landsbankadeildina í kvöld

Einn leikur er á dagskrá í 1. deild karla í knattspyrnu í kvöld og mikið verður í húfi þegar Grindvíkingar taka á móti Fjölni kl. 17:30 á Grindavíkurvelli. Það lið sem hefur sigur í leiknum í dag getur gulltryggt sæti sitt í Landsbankadeildinni að ári. Þrjú lið fara upp úr 1. deildinni í sumar og upp í Landsbankadeild en eins og staðan er í dag eru fjögur lið um hituna.

 

Þróttur Reykjavík er svo gott sem kominn í Landsbankadeild með 44 stig á toppi deildarinnar en Fjölnismenn eru í 2. sæti með 42 stig. Grindavík situr í 3. sæti með 41 stig og Eyjamenn hafa 38 stig í 4. sæti. Grindavík og Fjölnir eiga leik til góða á Þrótt og Eyjamenn og því verður fróðlegt að sjá stöðuna í deildinni að loknum leik dagsins.

 

Flugið hefur ekki verið hátt á Grindvíkingum upp á síðkastið. Gulir lágu í Eyjum 2-1 um helgina og þar áður máttu þeir sætta sig við 3-1 ósigur á Valbjarnarvelli gegn topplið Þróttar.

 

Frítt verður á völlinn í Grindavík í dag í boði Sparisjóðsins.

 

Staðan í deildinni

 

VF-Mynd/ Úr safni - Óli Stefán og félagar í Grindavík eiga stórleik í kvöld þegar bikarrefirnir úr Grafarvogi koma í heimsókn.

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024