Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindavík getur jafnað Keflavík á toppnum í dag
Laugardagur 16. febrúar 2008 kl. 12:22

Grindavík getur jafnað Keflavík á toppnum í dag

Grindvíkingar geta jafnað Keflavík að stigum á toppi Iceland Express deildar kvenna þegar þær mæta Valsskonum í Vodafone-höllinni klukkan 14.00 í dag.

 

Keflavíkurliðið situr hjá í þessarri umferð en toppliðin mætast síðan í Grindavík á miðvikudagskvöldið í einum af úrslitaleikjunum í baráttunni um deildarmeistaratitilinn.

 

Valskonur hafa unnið fjóra heimaleiki í röð í deildinni eða alla leiki að þær töpuðu fyrir KR 4. desember. Grindavíkurliðið hefur unnið 14 af síðustu 16 deildar- og bikarleikjum sínum en bæði töpin hafa komið í síðustu þremur útileikjum.

 

Grindavík vann fyrri leik liðanna að Hlíðarenda með 10 stigum, 56-66 og hefur unnið allar innbyrðisleiki liðanna í vetur. Fjölnir tekur á móti Haukum í seinni leik dagsins sem hefst klukkan 16.00.

 

Frétt af www.visir.is

 

VF-Mynd/ [email protected] Skiba gerði 38 stig og gaf 14 stoðsendingar fyrir Grindavík gegn Fjölni í síðustu umferð.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024