Grindavík gerði jafntefli við Hauka
2-2 og Grindavík í 5. sæti
Grindvíkingar og Haukar skildu jöfn þegar liðin mættust í 13. umferð 1. deildar karla í gærkvöldi á Grindavíkurvelli. Lokatölur urðu 2-2.
Grindvíkingar komust í 2-0 með mörkum frá Jósefi Kristni Jósefssyni á 14. mínútu og Alx Frey Hilmarssyni á 27. mínútu.
Haukar neituðu að gefast upp og tókst að jafna metin áður en yfir lauk og kom jöfnunarmarkið úr vítaspyrnu á lokamínútum leiksins.
Grindvíkingar misstu þar með af mikilvægum stigum í toppbaráttunni og situr liðið í 5. sæti með 21 stig. Haukar eru í 8. sæti með 17 stig.
Grindavík leikur næst gegn Gróttu þann 29. júlí n.k.