Grindavík gerði góða ferð norður
Grindavík mætti Þór Akureyri í Domino´s deild karla í gærkvöldi í körfu og var þetta síðasta umferðin á þessu ári. Lokatölur leiksins voru 79-83 fyrir Grindavík. Annan leikinn í röð voru lokamínútur í leik Grindavíkur æsispennandi og náðu Grindvíkingar að knýja fram sigur í lokin eftir góðan sprett hjá liði Þórs í fjórða leikhluta. Næstu leikir fara fram þann 4. janúar næstkomandi.
Stigahæstu leikmenn Grindavíkur voru Sigurður Gunnar Þorsteinsson með 21 stig og 7 fráköst, Dagur Kár Jónsson 21 stig, 4 fráköst og 5 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 14 stig og 6 stolnir boltar og Ingvi Þór Guðmundsson með 7 stig, 6 fráköst, 7 stoðsendingar og 5 stolna boltar.