Reykjanesbær aðventugarðurinn
Reykjanesbær aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindavík gaf eftir í lokin
Emillie Hesseldal er komin til baka úr meiðslum og spilaði stóran þátt í sigri Njarðvíkur í gær. Mynd úr safni VF/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
miðvikudaginn 11. desember 2024 kl. 09:10

Grindavík gaf eftir í lokin

Njarðvík vann sigur á Grindavík í gær í Bónusdeild kvenna í körfuknattleik. Leikurinn var sá fimmti í röð sem Grindavík tapar og eru þær gulklæddu meðal neðstu liða í deildinni á meðan Njarðvík er í efsta sæti sem stendur.

Grindavík - Njarðvík 60:66

(8:23, 18:11, 18:6, 16:26)

Heimakonur í Grindavík fóru illa af stað en unnu sig inn í leikinn eftir því sem á leið og náðu að komast yfir í þriðja leikhluta með þristum frá Ragnheiði Björk Einarsdóttur og Sóllilju Bjarnadóttur sem breytti stöðunni úr 36:39 í 42:39.

Njarðvík, sem hafði byrjað leikinn mun betur, var í því hlutverki að elta í fjórða leikhluta. Grindvíkingar komust í átta stiga forystu (56:48) en þá tóku Njarðvíkingar sig til í andlitinu og með þristum frá Enu Viso og Bo Guttormsdóttur-Frost minnkaði munurinn hratt.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Njarðvík jafnaði í 58:58 þegar um tvær og hálf mínúta voru til loka fjórða leikhluta. Gestirnir sigu svo fram úr Grindvíkingum og héldu forystu til leiksloka (60:66).

Grindavík: Alexis Morris 25/4 fráköst/5 stoðsendingar/5 stolnir, Isabella Ósk Sigurðardóttir 12/10 fráköst, Ólöf Rún Óladóttir 7, Ragnheiður Björk Einarsdóttir 5/4 fráköst, Sóllilja Bjarnadóttir 5, Þórey Tea Þorleifsdóttir 4, Sofie Tryggedsson Preetzmann 2/6 fráköst, Sædís Gunnarsdóttir 0, Jenný Geirdal Kjartansdóttir 0, Katarzyna Anna Trzeciak 0/5 stoðsendingar.
Njarðvík: Brittany Dinkins 29/10 fráköst, Emilie Sofie Hesseldal 13/12 fráköst/5 stolnir, Ena Viso 7, Bo Guttormsdóttir-Frost 6/6 fráköst, Hulda María Agnarsdóttir 4/4 fráköst, Lára Ösp Ásgeirsdóttir 3, Sara Björk Logadóttir 2, Anna Lilja Ásgeirsdóttir 2, Kristín Björk Guðjónsdóttir 0, Ásta María Arnardóttir 0, Veiga Dís Halldórsdóttir 0, Krista Gló Magnúsdóttir 0.

VF jól 25
VF jól 25