Grindavík fór með öll stigin úr Vesturbænum
Grindavík er komið með 6 stig eftir þrjá fyrstu leikina og er í 5. sæti deildarinnar
Kvennalið Grindavíkur vann KR 1:0 í gær í Vesturbænum í þriðju umferð Pepsi-deildar kvenna. Það var Rilany Aguiar Da Silva skoraði markið á 35 mínútu eftir sendingu frá Thaisa De Moraes Rosa Moreno. Grindavík er komið með 6 stig eftir þrjá fyrstu leikina og er í 5. sæti deildarinnar.