Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindavík fór létt með Tindastól
Magnús Björgvinsson skoraði fyrir Grindvíkinga í gærkvöldi. VF-Mynd/JJK
Miðvikudagur 20. mars 2013 kl. 07:22

Grindavík fór létt með Tindastól

Grindavík vann öruggan 4-0 sigur gegn Tindastól í Lengjubikarnum í gærkvöld þegar liðin mættust í Reykjaneshöllinni. Grindvíkingar leiddu 2-0 í hálfleik með mörkum frá Stefáni Þór Pálssyni á 19. mínútu og Daníel Leó Grétarssyni á 30. mínútu úr vítaspyrnu.

Magnús Björgvinsson bætti við þriðja markinu á 72. mínútu og Jóhann Helgason innsiglaði sigurinn á 83. mínútu með fjórða marki Grindavíkur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Grindavík er í fjórða sæti Riðils 1 með sjö stig eftir fimm leiki en Tindastóll vermir botnsætið. Næsti leikur Grindavíkur fer fram 6. apríl næstkomandi þegar liðið leikur gegn Fjölni.

Grindavík 4 - 0 Tindastóll
1-0 Stefán Þór Pálsson ('19)
2-0 Daníel Leó Grétarsson ('30, víti)
3-0 Magnús Björgvinsson ('72)
4-0 Jóhann Helgason ('83)