Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindavík fór í fýluferð norður
Josip Zeba skoraði og sá rautt. Mynd úr myndasafni Víkurfrétta
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
föstudaginn 14. maí 2021 kl. 09:41

Grindavík fór í fýluferð norður

Grindvíkingar náðu ekki að fylgja eftir góðum sigri á ÍBV í fyrstu umferð Lengjudeildar karla í knattspyrnu þegar liðið mætti Þór á Akureyri. Þórsarar gerðu út um leikinn með fjórum mörkum í fyrri hálfleik.

Grindavík var komið tveimur mörkum undir eftir fimmtán mínútna leik en Josip Zeba minnkaði muninn á 18. mínútu. Þórsarar voru hins vegar ekki lengi að ná tveggja marka forystu á ný (22') og rétt fyrir leikhlé bættu þeir fjórða markinu við. Staðan í hálfleik 4:1.

Seinni hálfleikur var dauflegur og á 62. mínútu fékk markaskorari Grindvíkinga, Josip Zeba, beint rautt spjald. Við það urðu möguleikar Grindavíkur að engu og leikurinn fjaraði út.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024