Þriðjudagur 28. maí 2002 kl. 22:26
				  
				Grindavík fékk ekki sæti í UEFA-cup
				
				
				Grindvíkingar duttu ekki í lukkupottinn í dag þegar dregið var um tvö aukasæti í Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu, UEFA-cup. Sextán lið áttu möguleika á þessum sætum en það voru SK Sigma Olomuc frá Tékklandi og Ipswich frá Englandi sem fengu sætin. Þetta kemur fram á íþróttasíðu Morgunblaðsins