Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindavík fékk eitt stig á heimavelli
Þriðjudagur 29. maí 2018 kl. 21:41

Grindavík fékk eitt stig á heimavelli

Grindavík tók á móti Selfossi í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld, leikurinn endaði með 1-1 jafntefli liðanna og Grindavík er því komið með þrjú stig eftir fimm umferðir.

Fyrri hálfleikur var frekar tíðindalítill og bæði lið sóttu að marki hvors annars en Selfoss var þó líklegri aðilinn til að setja boltann í markið en gestirnir léku með vindi í fyrri hálfleik. Rokið fór ansi hratt yfir í Grindavík í kvöld eins og svo oft áður en hefur þó verið verra. Þegar flautað var til hálfleiks var markalaust jafntefli.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Snemma í seinni hálfleik fékk Rio Hardy, leikmaður Grindavíkur gult spjald og Eva Lind Elíasdóttir fékk einnig gult spjald á 52. mínútu fyrir brot. Ísabel Jasmín Almarsdóttir skoraði fyrsta mark leiksins og Grindavík komið 1-0 yfir en markið kom úr aukaspyrnu. Grindavík gerði fyrstu skiptingu sína á 64. mínútu þegar Eva María Jónsdóttir kom inn á fyrir Elenu Brynjarsdóttur, Margrét Hulda Þorsteinsdóttir kom síðan inn á fyrir Maríu Sól Jakobsdóttur á 75. mínútu.

Bæði lið héldu áfram að sækja og náðu gestirnir frá Selfossi að jafna metin á 86. mínútu með marki frá Alexix Kiehl, Helga Guðrún Kristinsdóttir fékk gult spjald fyrir brot á 92. mínútu en þremur mínútum var bætt við venjulegan leiktíma. Eitt stig í Grindavík í kvöld fyrir hvort lið því staðreynd.

Mörk leiksins:
1-0 Ísabel Jasmín Almarsdóttir ('61)
1-1 Alexis Kiehl ('86)

Rannveig Jónína, blaðamaður Víkurfréttar tók meðfylgjandi myndir á leiknum í kvöld.
 

Grindavík- Selfoss