Grindavík enn taplaust í Lengjudeild karla
Bæði Suðurnesjaliðin í Lengjudeild karla léku heimaleiki í gær. Grindavík tók á móti KV og hafði 2:1 sigur í hörkuleik. Þróttur, sem er enn á sigurs, tók á móti Aftureldingu í mikilvægum botnslag en bæði lið voru án sigur. Mosfellingar reyndust sterkari og skoruðu eina mark leiksins.
Grindavík - KV 2:1
Grindavík situr í þriðja sæti Lengjudeildarinnar með þrettán stig, Grótta er í öðru sæti með jafnmörg stig en betra markahlutfall og eiga leik til góða. Selfyssingar eru efstir með fjórtán stig en geta misst Gróttu fram úr sér sem á leik inni gegn botnliði Þróttar.
Mörk Grindavíkur: Sigurjón Rúnarsson (34') og Símon Logi Thasapong (47').
Þróttur - Afturelding 0:1
Þróttarar eiga í svolitlu basli á þessu fyrsta tímabili sínu í næstefstu deild karla og þeir eru neðstir í Lengjudeildinni með eitt stig. Þeir hafa þó leikið færri leiki en önnur lið og eiga tvo leiki inni, gegn HK (4. sæti) og Gróttu (2. sæti).
Þróttur er án þjálfara sem stendur eftir að hafa sagt Eiði Benedikt Eiríkssyni upp störfum og stýra þeir Brynjar Þór Gestsson og Gunnar Júlíus Helgason liðinu þar til rétti þjálfarinn hefur verið fundinn.