Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindavík dottið út úr Borgunarbikarnum
Föstudagur 2. júní 2017 kl. 09:13

Grindavík dottið út úr Borgunarbikarnum

Grindavík tapaði 6:5 fyrir Leikni eftir vítaspyrnukeppni í Borgunarbikarnum á Leiknisvelli í gær. Staðan var 1:1 eft­ir venju­leg­an leiktíma og fram­leng­ingu og því réðust úr­slit­in í víta­spyrnu­keppni. Grindavíkingar voru sterkari í fyrri hálfleik og kom William Daniels Grinda­vík yfir með skalla af stuttu færi á 31. mínútu. Meira jafnræði var hins vegar með liðunum í seinni hálfleik og tókst Ósvald Jarl Traustason að jafna leikinn á 67. mínútu. Bæði lið skoruðu úr fjór­um af fyrstu fimm spyrn­um sín­um og réðust úr­slit­in því í bráðabana. Þar brenndi Jón Ingasa­son fyrir Grindavík úr sinni spyrnu og Skúli E. Sig­urz tryggði Leikni sig­ur­inn með næstu spyrnu. Grindavík er því dottið út úr Borgunarbikarkeppninni.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Vítaspyrnukeppnin

0-1 William Daniels ('31)
1-1 Ósvald Jarl Traustason ('67)
1-2 Sam Hewson ('120, víti)
2-2 Ragnar Leósson ('120, víti)
2-3 Björn Berg Bryde ('120, víti)
3-3 Ósvald Jarl Traustason ('120, víti)
3-3 Alexander Veigar Þórarinsson ('120, misnotað víti)
3-3 Kristján Páll Jónsson ('120, misnotað víti)
3-4 Gunnar Þorsteinsson ('120, víti)
4-4 Daði Bærings Halldórsson ('120, víti)
4-5 Matthías Örn Friðriksson ('120)
5-5 Aron Fuego Daníelsson ('120, víti)
5-5 Jón Ingason ('120, misnotað víti)
6-5 Skúli E. Kristjánsson Sigurz ('120, víti)