Grindavík deildarmeistari
Grindvíkingar tryggðu sér deildarmeistaratitilinn í úrvalsdeild karla í körfuknattleik þegar þeir báru sigurorð af Haukum, 105:80, í lokaleik næstu síðustu umferðar úrvalsdeildarinnar sem fram fór í Grindavík í kvöld. Leikurinn var jafn og spennandi í fyrri hálfleik en staðan í leikhléi var, 44:38. Í síðari hálfleik héldu heimamönnum engin bönd og þeir unnu stórsigur á Hafnarfjarðarliðinu. Helgi Jónas Guðfinnsson var stigahæstur í liði Grindvíkinga með 31 stig en þess ber að geta að hann lék ekki síðasta fjórðung leiksins. Guðlaugur Eyjólfsson og Páll Axel Vilbergsson komu næstir með 18 stig.Hjá Haukum var Stevie Johnson stigahæstur með 25 stig og Sævar Haraldsson skoraði 18.