Grindavík datt út úr Borgunarbikarkeppni kvenna
Grindavík og ÍBV mættust í Borgunarbikarkeppni kvenna í knattspyrnu í gær.
Cloé Lacasse kom ÍBV yfir á 41. mínútu en Elena Brynjarsdóttir jafnaði í uppbótartíma Staðan var 1:1 eftir venjulegan leiktíma og því þurfti að framlengja. Ekkert mark var skorað í framlengingunni.
Úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni. Markmaður ÍBV varði tvær vítaspyrnur Grindvíkinga en ÍBV skoraði úr öllum fjórum spyrnum sínum. Grindavík er því dottið út úr bikarkeppninni.