Grindavík byrjar tímabilið á sigri
Fjölnir-b – Grindavík 74:80 (15:21, 16:20, 28:19, 15:20)
Grindavík, sem féll úr Domino's-deildinni á síðasta tímabili, byrjar vel í 1. deild kvenna í körfuknattleik. Grindavíkurstelpurnar hófu tímabilið á útileik gegn Fjölni b og sigruðu 80:74. Hekla Eik Nökkvadóttir átti góðan dag, var með 21 stig og hirti 21 frákast auk þess að eiga sex stoðsendingar. Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir skoraði tuttugu stig og Hulda Björk Ólafsdóttir sautján.
Grindavík: Hekla Eik Nökkvadóttir 21/21 fráköst/6 stoðsendingar, Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir 20/5 fráköst, Hulda Björk Ólafsdóttir 17/6 fráköst, Vikoría Rós Horne 10/5 fráköst, Thea Ólafía lucic Jónsdóttir 6, Jenný Geirdal Kjartansdóttir 2/5 fráköst, Agnes Fjóla Georgsdóttir 2, Sædís Gunnarsdóttir 2, Emma Liv Þórisdóttir 0, Æsa María Steingrímsdóttir 0, Edda Geirdal 0.