Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Miðvikudagur 12. desember 2001 kl. 10:11

Grindavík burstaði KR

Grindavíkurstúlkur heimsóttu KR í Vesturbæinn í gærkvöld og sigruðu þar 77:57. Þar með bundu þær enda á fjögurra leikja sigurgöngu KR stúlkna.
Grindavíkurstúlkum gekk allt í haginn, hvort sem var hittni eða fráköst en það fór mikið púður hjá KR í að reyna að halda aftur af Jessicu Gaspar. Sólveig Gunnlaugsdóttir var stigahæst hjá Grindavík með 22 stig. Jessica Gaspar var best með 20 stig, tók 16 fráköst og átti 11 stoðsendingar auk þess að verja 2 skot og stela boltanum níu sinnum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024