Grindavík bikarmeistari 2008
Grindvíkingar eru Lýsingarbikarmeistarar í kvennaflokki í körfuknattleik eftir magnaðan sigur á Haukum í Laugardalshöll. Lokatölur leiksins voru 77-67. Grindvíkingar léku frábærlega í þriðja leikhluta og náðu að komast yfir og fóru loks með sigur af hólmi þar sem þær Petrúnella Skúladóttir og Joanna Skiba fóru hreint á kostum í liði Grindavíkur.
Til hamingju Grindvíkingar!
Nánar síðar...
VF-Mynd/ Stefán Þór Borgþorsson