Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Grindavík: Bandarísku leikmennirnir leystir undan samningi
Fimmtudagur 4. nóvember 2010 kl. 08:23

Grindavík: Bandarísku leikmennirnir leystir undan samningi


Stjórn körfuknattleiksdeildar UMFG tilkynnti í gærkvöldi að bandarískir leikmenn liðsins í karla- og kvennaliðum hefðu verið leystir undan samningi. Andrey Smith bað um að losna undan samningi vegna veikinda heima fyrir og varð stjórnin við þeirri bón.

Charmaine Clark í kvennaliði Grindavíkur var sagt upp samningi eftir tapleik Grindavíkur gegn Keflavík í gærkvöld. ,,Stjórn og þjálfari voru sammála um að Clark hefði ekki staðið undir væntingum í vetur," segir á heimasíðu UMFG. Leit er hafin að nýjum leikmönnum.

Mynd: Andrey Smith er farinn frá Grindavík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024