Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þriðjudagur 4. september 2001 kl. 09:27

Grindavík áfram í úrvalsdeild

-aðbúnaður kvennaboltans lélegur
Íslandsmóti kvenna í knattspyrnu lauk á sunnudag. Grindavík mætti þá KR-ingum í Grindavík en heimamenn fengu aldeilis stóran skell þegar KR vann með tólf mörkum, 0:12. Breiðabliksstúlkur urðu Íslandsmeistarar en Grindavík varð í 6. sæti deildarinnar með 11 stig og ná því að halda sér í úrvalsdeild. Andrés Ellert Ólafsson, þjálfari er ánægður með árangur liðsinis í sumar. „Við hefðum bara þurft nokkra góða leiki til viðbótar til að vera ofar en okkur var spáð falli þannig að við erum sátt.“ Liðið er skipað frekar ungum leikmönnum og hefur að mati Andrésar ekki sömu breydd og liðin í kring. „Það er helst um að kenna reynsluleysi og litlum hóp því mannskapurinn æfði ekki sem skildi í vetur“, segir Andrés og bætir við að þar sé að hluta til um að kenna aðstöðuleysi og skorti á aðbúnaði. „Það þarf hugarfarsbreytingu hjá knattspyrnudeild Grindavíkur ef kvennaknattspyrna á að geta blómstrað“, segir Andrés sem er ekki sáttur við samskipti stjórnar knattspyrnudeildar við forsvarsmenn kvennaknattspyrnu í Grindavík. „Kvennaknattspyrna í Grindavík á sér ekki viðreisnarvon á meðan liðið er undir stjórn knattspyrnudeildarinnar. Það besta væri að sameina Grindavík og RKV og stofna þar með fyrsta kvennaknattspyrnufélag á landinu. Það er virkilegt umhugsunarefni fyrir bæjarstjórn og bæjarbúa hvernig fjármunum er skipt á milli kvenna- og karlaknattspyrnu“, segir Andrés sem er allt annað en sáttur við aðbúnað stelpnanna. Andrés sér ekki um þjálfun liðsins á næsta ári.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024