Grindavík áfram í Maltbikarnum
Grindavík mætti FSu í 32 liða úrslitum Maltbikar karla í körfu í kvöld á Selfossi. Grindvíkingar unnu leikinn 74-92 og eru þar með komnir áfram í 16 liða úrslitin en dregið verður um hvaða lið mætast í sextán liða úrslitum í hádeginu á morgun.
Stigahæstu leikmenn Grindavíkur voru Sigurður Gunnar Þorsteinsson með 24 stig, 7 fráköst og 7 varin skot, Dagur Kár Jónsson með 20 stig og Ingvi Þór Guðmundsson með 11 stig.