Grindavík áfram í bikar - Keflavík úr leik
Víðismenn eina 3. deildarliðið í 16. liða úrslitum
Grindvíkingar og Víðismenn tryggðu sér sæti í 16 liða úrslitum en Keflvíkingar máttu þola að lúta í gras á heimavelli og eru úr leik í bikarkeppninni í knattspyrnu.
Grindvíkingar fengu KA í heimsókn og unnu sætan 1-0 sigur. Björn Berg Bryde skoraði sigurmark heimamanna sem eru heitir þessa dagana en þeir leiða fyrstu deildina með fullu húsi eftir þrjár umferðir.
Keflvíkingar voru ekki upp á sitt besta gegn frískum Fylkismönnum. Gestirnir gerðu tvö mörk í fyrri hálfleik en Magnús Sverrir Þorsteinsson gerði eina mark heimamanna á síðustu mínútu leiksins. Úrslitin 1-2 og Keflavík er dottið út úr bikarnum.
Víðismenn í Garði innbyrtu góðan sigur á Sindra frá Höfn en liðin voru jöfn eftir venjulegan leiktíma. Í framlengingu skoruðu Víðismenn svo tvisvar. Helgi Þór Jónsson skoraði fyrra mark Víðis og Aleksandar Stojkovic það síðara.
Jónas Guðni Sævarsson í baráttu við Fylkismenn.