Grindavík áfram eftir stórsigur
Allar líkur eru á því að kvennalið Hamars/Selfoss í Iceland Expressdeildinni í körfuknattleik eigi eftir að eiga erfitt uppdráttar í vetur. Nýliðarnir í deildinni mættu Grindavík í gær í 8-liða úrslitum Powerade bikarkeppninnar þar sem Grindavík hafði stórsigur á Hamari/Selfoss, 108-38.
Þá er orðið ljóst hvaða lið mætast í undanúrslitum í Laugardalshöll á föstudagskvöld. Íslandsmeistarar Hauka mæta bikarmeisturum ÍS kl. 19:00 og í hinum undanúrslitaleiknum verður nágrannarimma Keflavíkur og Grindavíkur sem hefst kl. 21:00.
Þá er orðið ljóst hvaða lið mætast í undanúrslitum í Laugardalshöll á föstudagskvöld. Íslandsmeistarar Hauka mæta bikarmeisturum ÍS kl. 19:00 og í hinum undanúrslitaleiknum verður nágrannarimma Keflavíkur og Grindavíkur sem hefst kl. 21:00.