Grindavík á toppnum
Grindavíkurstúlkur eru efstar í Iceland Express deild kvenna eftir glæsilegan sigur á Íslandsmeisturum Keflavíkur í framlengdum spennuleik í gær. Staðan var jöfn, 83-83 eftir venjulegan leiktíma, en Grindvíkingar voru sterkari á lokasprettinum í framlengingunni og fögnuðu gífurlega þegar sigurinn var í höfn.
Leikurinn var frábær skemmtun og var nokkuð ljóst að þar fóru tvö bestu lið landsins.
Í síðasta leikhluta unnu Grindvíkingar upp forskot Keflvíkinga og skoruðu 5 stig á 25 sekúndum áður en venjulegum leiktíma lauk. Jovana Lilja Stefánsdóttir og Jerica Watson skoruðu þau mikilvægu stig.
Í framlengingu byrjuðu Keflvíkingar betur, en Grindvíkingar neituðu að gefst upp. Þær sýndu mikinn karakter og styrk og mjökuðust framúr á lokasmínútu framlengingar. Ólöf Helga Pálsdóttir kom þeim yfir, 90-91, og hin unga og bráðefnilega Alma Garðarsdóttir gulltryggði sigurinn með síðustu körfu leiksins.
Keflvíkingar fengu færi á að komast aftur inn í leikinn, en þeim virtist alls varnað á lokasprettinum. Þær hafa nú tapað tveimur leikjum í röð og eru í 3. sæti deildarinnar, Grindavík er sem fyrr sagði á toppnum.
Unndór Sigurðsson, þjálfari UMFG, var að vonum sáttur í leikslok. „Keflvíkingar hafa lengi haft ákveðið sálfræðitak á okkur hér í Keflavík, en við sýndum góðan leik í kvöld. Við lentum undir, en héldum haus og kláruðum svo dæmið.“
Myndasafn úr leiknum má sjá efst á síðunni og tölfræðin er á www.kki.is
Leikurinn var frábær skemmtun og var nokkuð ljóst að þar fóru tvö bestu lið landsins.
Í síðasta leikhluta unnu Grindvíkingar upp forskot Keflvíkinga og skoruðu 5 stig á 25 sekúndum áður en venjulegum leiktíma lauk. Jovana Lilja Stefánsdóttir og Jerica Watson skoruðu þau mikilvægu stig.
Í framlengingu byrjuðu Keflvíkingar betur, en Grindvíkingar neituðu að gefst upp. Þær sýndu mikinn karakter og styrk og mjökuðust framúr á lokasmínútu framlengingar. Ólöf Helga Pálsdóttir kom þeim yfir, 90-91, og hin unga og bráðefnilega Alma Garðarsdóttir gulltryggði sigurinn með síðustu körfu leiksins.
Keflvíkingar fengu færi á að komast aftur inn í leikinn, en þeim virtist alls varnað á lokasprettinum. Þær hafa nú tapað tveimur leikjum í röð og eru í 3. sæti deildarinnar, Grindavík er sem fyrr sagði á toppnum.
Unndór Sigurðsson, þjálfari UMFG, var að vonum sáttur í leikslok. „Keflvíkingar hafa lengi haft ákveðið sálfræðitak á okkur hér í Keflavík, en við sýndum góðan leik í kvöld. Við lentum undir, en héldum haus og kláruðum svo dæmið.“
Myndasafn úr leiknum má sjá efst á síðunni og tölfræðin er á www.kki.is