Grindavík á toppinn eftir sigur á Króknum
Páll Axel Vilbergsson átti stórleik fyrir Grindvíkinga í góðum útisigri á Tindastóli í kvöld. Lokatölur voru 82-101 fyrir Grindvíkinga sem tylltu sér á topp Iceland-Expressdeildarinnar ásamt KR sem vann ÍR.
Grindvíkingar voru yfir eftir fyrsta leikhluta og sigu hægt og bítandi framúr heimamönnum eftir því sem á leið leikinn.
Páll Axel var hreint magnaður utan þriggja stiga línunnar í kvöld þar sem 7 af 10 skotum hans rötuðu rétta leið. Annars skoruðu allir byrjunarliðsmenn Grindvíkinga yfir 10 stig, en Adam Darboe var einnig með 10 stoðsendingar.
Hjá Tindastóli var Lamar Karim með 26 stig og Milojica Zekovic var með 20.
Tölfræði leiksins
VF-mynd úr safni/Þorgils - Páll Axel í leik gegn ÍR fyrr í vetur
Grindvíkingar voru yfir eftir fyrsta leikhluta og sigu hægt og bítandi framúr heimamönnum eftir því sem á leið leikinn.
Páll Axel var hreint magnaður utan þriggja stiga línunnar í kvöld þar sem 7 af 10 skotum hans rötuðu rétta leið. Annars skoruðu allir byrjunarliðsmenn Grindvíkinga yfir 10 stig, en Adam Darboe var einnig með 10 stoðsendingar.
Hjá Tindastóli var Lamar Karim með 26 stig og Milojica Zekovic var með 20.
Tölfræði leiksins
VF-mynd úr safni/Þorgils - Páll Axel í leik gegn ÍR fyrr í vetur