Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Grindavík á toppinn eftir sigur á botnliðinu
Mánudagur 17. janúar 2011 kl. 21:25

Grindavík á toppinn eftir sigur á botnliðinu

Nú fyrr í kvöld áttust við Grindvíkingar og KFÍ á Ísafirði í Iceland-Express deild karla í körfubolta. Grindvíkingar voru í öðru sæti deildarinnar fyrir leikinn en Ísfirðingar sem fyrr á botni hennar. Gaman var að sjá Helga Jónas þjálfara Grindavíkur reima á sig skóna en leikstjórnendastaðan er Grindvíkingum smávægilegur höfuðverkur þessa dagana en leit stendur víst yfir að erlendum leikmanni.
Grindvíkingar byrjuðu leikinn ágætlega og leiddu eftir fyrsta leikhluta með 6 stiga mun. Ekkert í fyrsta leikhluta virtist benda til þess að KFÍ ætluðu að bíta frá sér í leiknum. Þeir hófu hins vegar annan leikhluta með látum og sigruðu að lokum leikhlutann 27-16 og Grindavík því 5 stigum undir í hálfleik 38-33. Grindvíkingar mættu svo baráttuglaðir eftir leikhlé og sýndu af hverju þeir eru í öðru sæti deildarinnar. Þeir sigldu fram úr Ísfirðingum og lönduðu að lokum 10 stiga sigri 74-64. Eftir að Snæfellingar töpuðu í Keflavík á sama tíma er ljóst að Grindavík er komið á toppinn ásamt Snæfellingum með 22 stig.


Atkvæðamestir hjá Grindavík í kvöld: Ryan Pettinella 17 stig/4 fráköst/3 blokk, -Páll Axel Vilbergsson 16 stig/ 4 fráköst/ 4 stoðsendingar, -Þorleifur Ólafsson 13 stig/ 6 fráköst, -Ómar Sævarsson 6 stig/ 9 fráköst.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024