Grindavík á toppinn eftir öruggan sigur
Grindavík er með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir í Iceland Express deild karla. Liðið mætti Tindastól á heimavelli sínum í gærkvöldi, og hafði öruggan sigur, 113-95. Jafnræði var með liðunum framan af leik, en í þriðja leikhluta skiptu heimamenn um gír og leiddu með 17 stiga mun fyrir lokaleikhlutann.
Páll Axel Vilbergsson var atkvæðamestur í liði Grindavíkur með 27 stig. Þorleifur Ólafsson átti góðan leik fyrir Grindavík og var með 26 stig. Brenton Birmingham kom næstur með 19 stig. Í liði Tindastóls voru Sævar Atli Birgisson og Søren Flæng með 20 stig hvor.
Grindvíkingar sitja nú á toppnum eftir þrjá leiki ásamt KR, en bæði þess lið hafa unnið alla sína leiki til þessa.
Tölfræði
VF-MYND/Hilmar Bragi: Páll Axel Vilbergsson var atkvæðamestur í liði Grindavíkur í gær.