Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Laugardagur 1. júní 2002 kl. 16:37

Grindavík á toppinn!

Grindvíkingar eru á góðri siglingu um þessar mundi í Símadeildinni í knattspyrnu, en liðið lagði ÍBV að velli á heimavelli, 3:2 í dag. Grindavík lagði ÍA í síðustu umferð 3:0 og liðið er sem stendur í efsta sætinu með 8 stig.Grétar Ólafur Hjartarson skoraði fyrir Grindavík á 15. mínútu og er þetta fjórða mark hans á tímabilinu. Tómas Ingi Tómasson svaraði fyrir ÍBV tveimur mínútum síðar. Scott Ramsey og Paul McShane áttu heiðurinn að öðru marki Grindvíkinga er Scott lék á nokkra varnarmenn ÍBV, og gaf á Paul McShane sem skaut í þvögu af varnarmönnum ÍBV og þaðan fór knötturinn í netið, 2:1. Óli Stefán Flóventsson, sem hafði leikið 100 leiki fyrir Grinavík í dag, rak endahnútin á leikinn er hann skoraði af stuttu færi eftir að hafa tekið frákast eftir markvörslu Birkis Kristinssonar. Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði síðan fyrri Eyjamenn á 88. mínútu.
Njáll Eiðsson, þjálfari ÍBV, var ósáttur við vallaraðstæður í leikslok og vildi kenna þeim um tvö mörk sem Eyjamenn fengu á sig. Hann sagði Grindvíkinga eiga betri völl en þann sem spilað var á í dag og benti á að knattspyrna snérist ekki um stúkur.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024