Grindavík á hættulegum slóðum
Grindavík tapaði með þremur mörkum gegn engu í Inkassodeild kvenna þegar Tindastóll kom til Grindavíkur í dag.
Gestirnir frá Sauðárkróki komust yfir strax á 12. mínútu með marki Vigdísar Eddu Friðriksdóttur. Murielle Tiernan skoraði svo tvö mörk í síðari hálfleik og gulltryggði sigur Tindastóls.
Grindavík er á hættulegum slóðum í Inkasso-deildinni. Liðið situr í 8. sæti með 15 stig eins og Augnablik en með örlítið betri markatölu. Augnablik og ÍR eru í fallsætum. Augnablik með 15 stig og ÍR með eitt stig.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				